copy - Hópmeðferðir og námskeið

Hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni eru ýmsar hópmeðferðir og námskeið í boði. Tímalengd er mismunandi en meðferðarhópar eru oftast um 8-12 skipti, einu sinni í viku eða tvisvar. Fólk þarf ekki að tala í hópnum frekar en það treystir sér til en oft myndast góð og hlý samkennd í hópunum og þátttakendur læra hver af öðrum, sem margir upplifa mjög jákvætt. Fagaðilinn fer yfir praktísk atriði í fyrsta tíma s.s trúnað, mikilvægi góðrar mætingar og þátttöku til að sem bestur árangur náist. Hópmeðferð hefur ýmsa kosti og oft er árangur álíka og í einstaklingsmeðferð og hún er hagstæðari.
Yfirlit
Streitustjórnun og uppbygging
Streitustjórnun og uppbygging, þar sem unnið er með leiðir til sjálfseflingar eftir álagstíma eða veikindi. Hentar þeim sem finna fyrir streitu, kulnunareinkennum, ofþreytu eða hafa verið undir langvarandi álagi. Einnig ætlað þeim sem takast á við afleiðingar vegna Covid.
Námskeiðið er kennt samtímis sem staðarnámskeið og fjarnámskeið.
11 skipti í 1,5 – 2 klst. í senn
Verð: 86.000 kr.
Hvernig stuðla ég að góðum samskiptum við barnið mitt?
Heilsu- og sálfræðiþjónustan stendur fyrir mánaðarlegu foreldrahádegi þar sem foreldrum gefst tækifæri til þess að hittast, fræðast og ræða saman um hin ýmsu viðfangsefni sem tengjast barnauppeldi og foreldrahlutverkinu. Eitt viðfangsefni er tekið fyrir hverju sinni.
Foreldrahádegi eru fyrir alla foreldra sem vilja læra meira, kynnast öðrum foreldrum eða stuðla að vexti í krefjandi foreldrahlutverki. Stuðst verður við ígrundaðar samræður foreldra (RDPED) en um er að ræða aðferð sem verið er að innleiða hér á landi í foreldrafræðslu.
Umfjöllunarefni marsmánaðar verður: Hvernig stuðla ég að góðum samskiptum við barnið mitt? og hentar vel fyrir alla foreldra óháð aldri barna.
Verð: 2500 kr fyrir einstakling/3500 kr fyrir samforeldra
Fyrirspurnir og skráning fara fram á hildur@heilsaogsal.is
Ath. takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að.
Lifestyle
Click here to edit the text and include the information you would like to feature.
Námskeið þar sem farið er yfir aðferðir til að bæta líðan og efla stjórn á eigin tilfinningum. Námskeiðið getur nýst til að ýta undir jafnvægi til að mæta ólíkum áskorunum í daglegu lífi.
2 skipti í 2 klst. í senn
Verð: 28.000 kr.
Lifestyle
Click here to edit the text and include the information you would like to feature.
Lifestyle
Click here to edit the text and include the information you would like to feature.
Lifestyle
Click here to edit the text and include the information you would like to feature.