top of page

Aron Haukur Hauksson

Sálfræðingur

Aron Haukur útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020 og MSc gráðu í klínískri sálfræði árið 2022 frá sama skóla. Í námi öðlaðist Aron klíníska reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og hjá sálfræðiþjónustu Háskólans í Reykjavík. Samhliða námi vann Aron fjölbreytt störf og hefur reynslu af starfi með fjölbreyttum hóp einstaklinga á öllum aldri.

Aron sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Í starfi sínu beitir Aron aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) við greiningu og meðferð. Aron sækir reglulega handleiðslu reyndra sérfræðinga í sálfræði.

Aron Haukur Hauksson

Veitir eftirfarandi þjónustu:
- Sálfræðiþjónustu fyrir einstaklinga og pör
- Skimun og greiningar ADHD

bottom of page