top of page

Heiðdís Snorradóttir

Næringarfræðingur

Heiðdís lauk BSc í líffræði árið 2015 og MSc í næringarfræði með áherslu á lýðheilsu frá Háskóla Íslands árið 2020.

Heiðdís sérhæfir sig í heilsueflandi næringarráðgjöf Hún leggur áherslu á að einstaklingar byggi upp heilbrigt samband við mat og matarvenjur og stuðli þannig að andlegri og líkamlegri vellíðan. Jafnframt hefur hún sérhæft sig í samspili á áhrifum næringar á þarmaflóru /gegndræpi þarma í tengslum við ADHD og einhverfu.

Heiðdís fékk löggildingu næringarfræðings frá Embætti Landlæknis árið 2020. Jafnframt fékk hún leyfir fyrir eigin rekstri árið 2021. Hóf hún þá að starfa sem næringarfræðingur með áherslu á almenna heilbrigðisþjónustu og fjarheilbrigðisþjónustu.

Heiðdís starfar í fjarþjónustu hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni og býður upp á fjarviðtöl eða aðkomu í samtalsmeðferð hjá öðrum fagaðilum á stofunni.

Heiðdís Snorradóttir

Sérhæfing:
- Geð-og taugaþroskaraskanir á borð við ADHD, ADD og einhverfu.
- Melting, IBS, kvíði, streita og kulnun.
- Sykursýki 2
- Járnskortur
- Átraskanir

bottom of page