top of page
Ingibjörg Ósk Víkingsdóttir
Þroskaþjálfi
Ingibjörg útskrifaðist sem þroskaþjálfi árið 2016 frá Háskóla Íslands og hefur starfað í grunnskóla og leikskóla. Þrátt fyrir að hafa lengst af starfað með börnum hefur hún einnig reynslu af starfi með fullorðnu fólki en hún hefur unnið á elliheimili og hæfingarstöð fyrir fólk með fötlun.
Hún mun sinna verkefnum með barna- og fjölskylduteymi ásamt því að vinna með fólki með fötlun, öldruðum og í heilsuteymisviðtölum. Hún starfar í grunnskóla samhliða verkefnum hjá stofunni.
Ingibjörg hefur lokið námskeiðum um TEACCH hugmyndafræðina, CAT kassann og hvernig skólinn getur mætt börnum með ADHD.

Sérhæfing
Ráðgjöf og viðtöl við börn og foreldra.
Ráðgjöf fyrir fólk með fötlun og aldraða.
Ingibjörg sinnir eftirfarandi verkefnum:
Barna- og fjölskyldumál
Heilsuteymisviðtöl
Fræðsla og ráðgjöf
Skjólstæðingum er vísað áfram á aðra fagaðila eftir þörfum, t.a.m. sálfræðinga og lækna.
bottom of page