Regína Ólafsdóttir
Sálfræðingur
Regína útskrifaðist sem sálfræðingur (Cand. Psych.) frá Háskólanum í Árósum árið 2007. Hún starfaði fyrstu 10 árin á Landspítalanum á vefrænum deildum og á barna- og unglingageðdeild. Árið 2016 flutti hún ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri þar sem hún starfaði á göngudeild geðdeildar SAk, í barna- og unglingageðteymi SAk og hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Regína er nú búsett í Reykjavík og sinnir aðallega ADHD greiningum í fjarþjónustu hjá Heilsu- og Sálfræðiþjónustunni.
Regína hefur lokið tveggja ára diplómanámi í hugrænni atferlismeðferð og hlaut sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði árið 2018.
„Regína er skemmtileg og það var gott að tala við hana. Ég hitti hana í fjarviðtölum í greiningu og hún leiddi mig áfram í því öllu.“
Ónafngreindur skjólstæðingur