top of page
Heilsu- og sálfræðiþjónustan_069.jpg

Heilsu- og sálfræðiþjónustan

Miðstöð heilsueflingar
 

Vönduð sálfræði- og heilsuþjónusta fyrir
breiðan hóp skjólstæðinga.

Hjá okkur færð þú alla ráðgjöf á einum stað

Hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni starfar öflugur hópur fagfólks sem vinnur með heilsuefingu á víðum grundvelli með hefðbundinni þjónustu og veitir sérhæfða þjónustu þegar við á.

Einstaklingsþjónusta

Við veitum einstaklingsmeðferð og ráðgjöf vegna heilsuuppbyggingar, tilfinningavanda og sálrænna erfiðleika. Við veitum foreldrum ráðgjöf vegna barna og uppeldis sem og pörum sem standa frammi fyrir áskorunum. Einnig sérhæfum við okkur í meðferð áfalla, streitu, kulnunar og langvarandi veikinda. Hjá okkur er sérhæft teymi í greiningu á ADHD og vinnum við með skjólstæðingum okkar í framhaldi af greiningu, að því að efla færni og bjargráð í daglegu lífi til að efla lífsgæði.

Hópmeðferðir og námskeið

Hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni eru ýmsar hópmeðferðir og námskeið í boði. Tímalengd er mismunandi en meðferðarhópar eru oftast um 8-12 skipti einu sinni í viku eða tvisvar. Fólk þarf ekki að tala í hópnum frekar en það treystir sér til en oft myndast góð og hlý samkennd í hópunum og þátttakendur læra hver af öðrum, sem margir upplifa mjög jákvætt. Fagaðilinn fer yfir praktísk atriði í fyrsta tíma s.s trúnað, mikilvægi góðrar mætingar og þátttöku til að sem bestur árangur náist. Hópmeðferð hefur ýmsa kosti og oft er árangur álíka og í einstaklingsmeðferð og hún er hagstæðari.

Í flóknu samfélagi vaxandi hraða upplifa margir að langvarandi álag og streita taki toll af heilsu, andlegri sem og líkamlegri. Fólk getur upplifað álag, erfiðar hugsanir og tilfinningar s.s. efasemdir um sjálfan sig, áhyggjur, kvíða, ringuleið og óákveðni, bæði í vinnuaðstæðum og persónulega. Streitueinkenni s.s. svefntruflanir og líkamleg spenna verða of oft hluti af daglegu lífi fólks til lengri tíma og valda veikindum. Forvarnir eru mikilvægur þáttur í heilsuvernd. Álag er fljótt að hafa áhrif á starfsánægju og stemmninguna á vinnustaðnum. Fagteymi Heilsu og sálfræðiþjónustunnar býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu sem nýtist fyrirtækjum og vinnustöðum til forvarna. Um er að ræða styttri fyrirlestra, námskeið eða vinnudaga og hópefli. Eins sérsníður faghópurinn fræðslu að þörfum vinnstaðarins eða hópsins eftir þörfum.

Fyrirlestrar og vinnustaðir

Heilsu- og sálfræðiþjónustan_084.jpg

Símatími ritara er á milli kl.9 - 12
alla virka daga. 

Utan símatíma hafið samband í netfang mottaka@heilsaogsal.is

Ef við náum ekki að svara verður hringt til baka eins fljótt og hægt er.
Ef

Fréttir og pistlar

bottom of page