top of page
Heilsu- og sálfræðiþjónustan_018.jpg
therapy logo

Einstaklingsþjónusta

Við veitum einstaklingsmeðferð og ráðgjöf vegna heilsuuppbyggingar, tilfinningavanda og sálrænna erfiðleika. Einnig sérhæfum við okkur í meðferð áfalla, streitu, kulnunar og langvarandi veikinda. 

Hefðbundinn tími í einstaklingsmeðferð og ráðgjöf er 50 mínútur.

Fagaðilinn metur vandann og leggur drög að meðferðaráætlun í samráði við skjólstæðing.

Skjólstæðingar okkar þurfa ekki að vera með mótaðar hugmyndir eða ástæður þess að vilja koma til fagaðila. Allir eru velkomnir og í fyrstu viðtölunum er farið yfir það hvað hentar best viðkomandi.

 

Verð fyrir viðtöl miðast við mínútufjölda, hægt er að bóka lengd viðtala eftir þörfum hvers og eins. Algengast er að fólk bóki sér 50 mínútur en hægt er að bóka viðtal frá 30-120 mín í senn. 

Dæmi um einstaklingsþjónustu:

 

Einstaklingsmeðferð og ráðgjöf

Ráðgjöf vegna ADHD einkenna

Heilsuráðgjöf

Stuðningur vegna áfalla

Meðferð vegna streitu, kulnunar og langvarandi veikinda

Handleiðsla stjórnenda og fagmanna

bottom of page