top of page
radgjof.png

Auðlind -Vinnustaðaþjónusta

Heilsu- og sálfræðiþjónustan_216.jpg

Heilsu- og sálfræðiþjónustan býður upp á heildræna þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem andlegt og líkamlegt heilbrigði starfsfólks er haft að leiðarljósi. 

Verðmætin felast í mannauðnum

 

  • Stjórnendateymi

    • Fræðsla/vinnustofur: Hvernig geta stjórnendur stuðlað að sterkri liðsheild, gildi og sýn vinnustaðar, að innleiða breytingar og virkja starfshópinn, að átta sig á líðan starfsfólks, hvernig verðum við heilsueflandi vinnustaður o.fl. 

    • Handleiðsla: stuðningur við stjórnendateymi, t.d. að takast á við krefjandi aðstæður, ágreiningur á vinnustað o.fl. 

  • Úttektir á vinnustöðum

    • Vinnuvistfræði, vinnustaðamenning, samskipti, ágreiningsmál, heilbrigði starfsfólks o.fl.

  • Fræðsla og forvarnir fyrir starfsfólk

    • Fyrirlestrar og/eða vinnustofur: t.d. um teymisvinnu, samúðarþreytu, heilbrigði, jafnrétti og fjölbreytileika, streitu, jafnvægi á milli vinnu og einkalífs o.fl.

  • Einstaklingsviðtöl

    • 3-5 viðtöl á ári fyrir starfsfólk vinnustaðarins hjá ráðgjöfum hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni

  • Heilbrigðisstefna vinnustaðar

    • Heilsueflandi vinnustaður: Hvaða leiðir eru færar til að efla heilsu starfsfólks, bætt heilbrigði einstaklinga og hópsins í heild

    • Mótun jafnréttisstefnu

    • Samskiptasáttmáli starfsfólks: Hvernig samskipti vilja stjórnendur og starfsfólk vinnustaðar tileinka sér? Mótun samskiptasáttmála út frá þörfum vinnustaðar.

  • Markþjálfun

    • Hópmarkþjálfun og stjórnendamarkþjálfun: Hver eru markmið vinnustaðarins og hvernig er hægt að ná þeim? 

  • Hópefli

    • ​Hópþjálfun og starfsandi: ​​​Líkamsrækt fyrir starfshópinn með reyndum einkaþjálfara, slökun, ýmsir leikir, glens og gaman


Hægt er að kaupa staka þjónustuliði eða óska eftir að Heilsu- og sálfræðiþjónustan setji saman heildarpakka sem aðlagaður er að þörfum vinnustaðarins.
Óskaðu eftir tilboði fyrir vinnustaðinn þinn.

bottom of page