Börn og fjölskyldur
Stofan býður upp á stuðning, meðferð og ráðgjöf varðandi uppeldi, hegðun og líðan barna sem og samskipti innan fjölskyldna. Ásamt því að sinna skimun og greiningu ADHD og þroskafrávika.

Þjónustan
Barna og fjölskylduteymið sinnir samtalsmeðferð fyrir pör, foreldra, fjölskyldur, börn og ungmenni.
Í barna- og fjölskylduteyminu eru sálfræðingar, hjúkrunarfræðingur, þroskaþjálfi, fjölskyldufræðingur og foreldra- og uppeldisfræðingur. Með fjölbreyttni í fagaðila hópnum getum við unnið með fjölskyldum á breiðum grundvelli og eftir þörfum hvers og eins.



Möt og greiningar
Við bjóðum upp á forskimun ADHD og greindarmat fyrir börn frá 6 ára aldri.
Þroskamat/greindarmat
Þegar barn eða ungmenni fer í greindarpróf bíður forráðamaður frammi á meðan. Ferlið getur allt frá klukkutíma til 2 1/2 klt.
ADHD greining barna
Fyrst fá foreldrar og kennari barnsins lista til útfyllingar. Þegar búið er að fara yfir listana er bókaður tími í greindarmat. Síðan er bókaður viðtalstími með forráðamönnum barnsins.
Ferlið endar á skilaviðtali eða niðurstöðuviðtali.
Atferlisgreining
Boðið er upp á atferlis- greiningu og ráðgjöf.
Veitt er forráðamönnum og fólki/hópum sem starfa með börnum ráðgjöf vegna hegðunarvanda.
Hægt er að lesa betur um atferlisgreiningu hér.