ACT og núvitund - staðarnámskeið
þri., 04. nóv.
|Akureyri
Á þessu námskeiði lærir fólk að taka eftir eigin tilfinningum og hugsunum í þeim tilgangi að hlutleysa neikvæð áhrif þeirra í daglegu lífi. Unnið er með það að skoða upp á nýtt sitt eigið hegðunarmynstur í gegnum lífið og mögulega sjá tækifæri til vaxtar með eigin gildi að leiðarljósi.


Tími og staðsetning
04. nóv. 2025, 12:00 – 14:00
Akureyri, Glerárgata 34, 600 Akureyri, Iceland
Um viðburðinn
Unnið er með ACT (Sáttar og atferlismeðferð) og núvitund í átt að sátt í daglegu lífi, þrátt fyrir veikindi, áföll, áskoranir eða álag. Praktískar æfingar og verkfæri sem gagnast til að samþykkja eða gangast við núverandi stöðu. Unnið er með gildi og markmið í átt að bættum lífsgæðum og meiri virkni. Kenndar eru ýmsar útgáfur af núvitundaræfingum en núvitund er einn af hornsteinum ACT. Á þessu námskeiði lærir fólk að taka eftir eigin tilfinningum og hugsunum í þeim tilgangi að hlutleysa neikvæð áhrif þeirra í daglegu lífi. Unnið er með það að skoða upp á nýtt sitt eigið hegðunarmynstur í gegnum lífið og mögulega sjá tækifæri til vaxtar með eigin gildi að leiðarljósi.
Markhópur:
Fólk í starfsendurhæfingu sem hefur tekist á við álag, áföll eða langvinn veikindi.
Fyrir þá sem þurfa að aðlagast og gangast við breyttum veruleika t.d. að læra að lifa með heilsufarsvanda eða fóta sig á ný…
