Leiðin áfram, streitustjórnun og uppbygging - staðarnámskeið
þri., 14. okt.
|Akureyri
Á Leiðin áfram: streitustjórnun og uppbygging er unnið er með leiðir til sjálfseflingar eftir álagstíma eða veikindi.


Tími og staðsetning
14. okt. 2025, 10:00 – 12:00
Akureyri, Glerárgata 34, 600 Akureyri, Iceland
Um viðburðinn
Á námskeiðinu er lögð áhersla á sjálfsþekkingu til að takast á við uppbyggingu í kjölfar álags, langvarandi veikinda, streitu, kulnunar eða ofþreytu. Eitt okkar vinsælasta námskeið undanfarin ár. Unnið er með það að þekkja einkenni, streituvalda og bjargráð. Á hvaða streituvöldum er hægt að hafa stjórn á og hverjum ekki. Þátttakendur koma sér upp verkfæratösku sem gagnast í heilsufarslegri uppbyggingu til að geta tekist á við áskoranir í starfi og daglegu lífi.
Tímalengd: 1,5-2 klst. hvert skipti. Alls 11 skipti. 2x í viku.
Leiðbeinendur: Sérfræðingar H&S (Katrín Ösp Jónsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur eða Sigrún V. Heimisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði eða Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Harpa Gunnlaugsdóttir, iðjuþjálfi).
Staðarnámskeið á Akureyri.
Námskeiðsverð er 96.720 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið með framvísun kvittunnar.