top of page
fyrirlestrar__namskeid.png

Fyrirlestrar

Heilsu- og sálfræðiþjónustan_127.jpg

Í flóknu samfélagi vaxandi hraða upplifa margir að langvarandi álag og streita taki toll af heilsu, andlegri sem og líkamlegri. Fólk getur upplifað álag, erfiðar hugsanir og tilfinningar s.s. efasemdir um sjálfan sig, áhyggjur, kvíða, ringuleið og óákveðni, bæði í vinnuaðstæðum og persónulega. Streitueinkenni s.s. svefntruflanir og líkamleg spenna verða of oft hluti af daglegu lífi fólks til lengri tíma og valda veikindum. Forvarnir eru mikilvægur þáttur í heilsuvernd. Álag er fljótt að hafa áhrif á starfsánægju og stemmninguna á vinnustaðnum. Fagteymi Heilsu og sálfræðiþjónustunnar býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu sem nýtist fyrirtækjum og vinnustöðum til forvarna. Um er að ræða styttri fyrirlestra, námskeið eða vinnudaga og hópefli. Eins sérsníður faghópurinn fræðslu að þörfum vinnstaðarins eða hópsins eftir þörfum.

Fræðsla um líðan, heilsueflingu og lífsstíl

 • Geðraskanir og tilfinningavandi

 • Sjálfsþekking, sjálfsefling, bætt sjálfsmat og sjálfsstyrking

 • Forvarnir, sjálfsskaði og sjálfsvíg

 • Tilfinningavandi og bjargráð

 • Áföll og afleiðingar

 • Tímastjórnun og skipulag

 • Lífsstíll

 • Núvitund og samkennd

Fræðsla um streitu og langvinn veikindi

 • Verkjavandi

 • Tígrísdýrið innra með okkur, samtal um streituvanda

 • Sálrænir áhrifaþættir á heilsu og sjúkdóma

 • Langvarandi veikindi og bjargráð

Fræðsla um taugakerfið, forvarnir og bjargráð

 • Skert minni og heilabilun

 • Forvarnir hugans: Hvernig passa ég taugakerfið?

 • Þjálfun hugans; minnið og athyglin

Fræðsla um meðferð

 • Hugræn atferslismeðferð

 • Samtalsaðferðir og áskoranir í samskiptum

 • Að slökkva á strögglinu,

 • Lykilatriði í sáttar og atferlismeðferð, ACT

Fræðsla fyrir vinnustaði

 • Vellíðan í vinnunni

 • Álagsstjórnun

 • Einelti, áreitni, ofbeldi á vinnustað, mat á áhættuþáttum, íhlutun og lausnir

 • Streitustjórnun, forvarnir og bjargráð

 • Að huga að sjálfum sér í krefjandi starfi

 • Líðan og starfsánægja kennara

 • Samskipti á vinnustað

 • Starfsandi og liðsheild

 • Starfsánægja og heilsuverndandi vinnustaður

 • Samúðarþreyta

bottom of page