Hópmeðferðir og námskeið
Hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni eru ýmsar hópmeðferðir og námskeið í boði. Tímalengd er mismunandi en meðferðarhópar eru oftast um 8-12 skipti, einu sinni í viku eða tvisvar. Fólk þarf ekki að tala í hópnum frekar en það treystir sér til en oft myndast góð og hlý samkennd í hópunum og þátttakendur læra hver af öðrum, sem margir upplifa mjög jákvætt. Hópmeðferð hefur ýmsa kosti og oft er árangur álíka og í einstaklingsmeðferð og hún er hagstæðari.
Skráning í hópmeðferðir er opin öllum og fer fram í gegnum netfang stofunnar: mottaka@heilsaogsal.is. Ritari veitir upplýsingar um verð námskeiða, verðin eru breytileg eftir námskeiðum.
Næstu námskeið:
-
Bætt sjálfsmat/sjálfsefling
-
12. ágúst
-
16. september
-
-
Áfram og upp, ACT og núvitund
-
20. ágúst
-
Yfirlit námskeiða
Áfram og upp
ACT og núvitund
Unnið er með ACT (acceptance and commitment therapy) og núvitund í átt að sátt í daglegu lifi þrátt fyrir veikindi. Unnið með gildi og markmið í átt að bættum lífsgæðum og virkni. Núvitundaræfingar.
Leiðbeinendur eru Inga Dagný Eydal, hjúkrunafræðingur, Sigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingur og Harpa Gunnlaugsdóttir, iðjuþjálfi.
Námskeiðið er í 8 skipti og stendur í 4 vikur, 2x í viku, 1,5-2 tíma í senn.
Að lifa með verkjum
Hugræn atferlismeðferð, núvitund og slökun fyrir fólk með langvarandi stoðkerfisvanda, vefjagigt og verki. Unnið er með virkni og þátttöku í daglegu lífi þrátt fyrir verki. Fræðsla er um verkjavanda, hjálplegar leiðir til að efla stjórn og draga úr neikvæðum áhrifum verkja á lífsgæði.
Námskeiðið er kennt samtímis sem staðarnámskeið og fjarnámskeið.
12 skipti í 1 – 1,5 klst. í senn.
Að fóta sig á ný eftir áfall
Námskeið fyrir þá sem hafa upplifað áfall. Fræðsla um áföll, afleiðingar og leiðir í úrvinnslu auk sjálfseflingar í kjölfar áfalla þegar krefjandi er að takast á við daglegt líf. Athugið! Ekki er rætt um persónuleg áföll við aðra á námskeiðinu.
1 skipti í 2 – 2,5 klst í senn.
Samskiptafærni
Úrræði sem hentar flestum. Góð samskiptafærni eykur sjálfstraust og getuna til að standa með sjálfum sér og sækja fram. Unnið með samskipti s.s. hlustun, svörun, tjáningu með orðum og líkamstjáningu.
4 skipti í 2 klst. í senn.
Leiðin áfram: Streitustjórnun og uppbygging
Streitustjórnun og uppbygging, þar sem unnið er með leiðir til sjálfseflingar eftir álagstíma eða veikindi. Hentar þeim sem finna fyrir streitu, kulnunareinkennum, ofþreytu eða hafa verið undir langvarandi álagi. Einnig ætlað þeim sem takast á við afleiðingar vegna Covid.
Námskeiðið er kennt samtímis sem staðarnámskeið og fjarnámskeið.
11 skipti í 1,5 – 2 klst. í senn.
HAM
Hugræn atferlismeðferð, grunnnámskeið sem hentar flestum. Farið í tengsl hugsana, hegðunar, tilfinninga og líkamlegra einkenna. Áhersla á að kynna praktísk verkfæri til að leiðrétta hugsanaskekkjur og efla hjálplega hegðun og virkni.
Námskeiðið er kennt samtímis sem staðarnámskeið og fjarnámskeið.
6 skipti í 1 – 1,5 klst. í senn.
Færni til framfara – bætt athygli, minni og skipulag
Hentar þeim sem eiga erfitt með athygli, einbeitingu, minni, skipulag og tímastjórnun. Fræðsla um taugakerfið, hvernig það virkar og hvað hefur áhrif á getu. Unnið með leiðir til að efla færni. Einnig unnið með þá áhrifaþætti sem draga úr getu í daglegu lífi.
8 skipti í 1 – 1,5 klst. í senn.
Sjálfsefling
Hentar þeim sem vilja efla sjálfstraust sitt og þekkja eigin styrkleika og veikleika. Unnið er út frá Hugrænni atferlismeðferð með áherslu á sjálfsþekkingu, stjórn á hugsunum og viðbrögðum til að geta betur mætt áskorunum í daglegu lífi.
Námskeiðið er kennt samtímis sem staðarnámskeið og fjarnámskeið.
8 skipti í 1,5 – 2 klst. í senn
Álagseinkenni og samúðarþreyta hjá fagfólki
Námskeiðið er ætlað heilbrigðisstarfsfólki, kennurum og fleiri starfsstéttum sem hafa verið undir álagi vegna Covid. Farið verður yfir þætti s. s. afleiðingar álags, streitu í starfi, samúðarþreytu og bjargráð.
6 skipti í 1 – 1,5 klst. í senn.
Hvernig getur mér liðið betur?
Námskeið þar sem farið er yfir aðferðir til að bæta líðan og efla stjórn á eigin tilfinningum. Námskeiðið getur nýst til að ýta undir jafnvægi til að mæta ólíkum áskorunum í daglegu lífi.
2 skipti í 2 klst. í senn.