top of page
Heilsu- og sálfræðiþjónustan, teymi

Teymi

handleidsla.png

Við erum með þverfagleg teymi þar sem fjölbreyttur faghópur Heilsu og sálfræðiþjónustunnar rýnir saman í mál (án þess að gefa upp persónugreinanlegar upplýsingar) og finnur þannig bestu mögulegu leiðina og þann ráðgjafa sem teymið telur best til þess fallinn að mæta þínum þörfum. Það er velkomið að skipta um fagaðila þér að kostnaðarlausu.

Mál innan stofunnar eru í forgangi til eftirsóttra meðferðaaðila. 

Heilsuteymi

Hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem tilheyra öll heilsuteymi. Þegar óljóst er hvaða meðferð eða fagaðili á best við nýja skjólstæðinga er þeim boðið viðtal hjá ráðgjafa úr heilsuteymi innan þriggja vikna frá því að haft er samband. Ráðgjafinn gerir grunnmat á andlegri líðan og gefur ráðleggingar um hvað gæti verið hjálplegt fyrir viðkomandi. Vísað er áfram í tilheyrandi meðferð eða úrræði ef þörf er á. Markmið heilsuteymis er að stytta bið eftir þjónustu og hefja sjálfsvinnu skjólstæðinga okkar fljótt eftir að þau setja sig í samband við okkur.

Streituteymi og langvinn veikindi

Stuðningur, meðferð og ráðgjöf vegna streituvanda, langvarandi álags og heilsuvanda. Sérhæfð þekking á streitu, örmögnun og langvinnu álagi og afleiðingum þess. Lögð áhersla á að vinna með fólki að því að hámarka lífsgæði og stjórn í daglegu lífi. Samvinna með heilbrigðisstofnunum og fagaðilum s.s. sjúkraþjálfurum. Ýmis námskeið til að efla lífsgæði, streitustjórnun og bjargráð eru haldin reglulega hjá teyminu. Sjá undir hópmeðferðir og námskeið hér á síðunni. Einnig er boðið upp á fræðslu og ráðgjöf til vinnustaða og félagasamtaka í forvarnaskyni.

Barna- og fjölskylduteymi

Stuðningur, meðferð og ráðgjöf varðandi uppeldi, hegðun og líðan barna sem og samskipti innan fjölskyldna. Einnig veita fagaðilar teymisins ýmiskonar fræðslu og hafa fjölbreytta þekkingu og reynslu. Teymið leggur áherslu á mikilvægi geðtengsla, vandaðra samskipta og virðingu. Þjónustan er opin öllum þar sem hverjum og einum verður mætt á eigin forsendum.

Áfallateymi

Sérhæfður stuðningur og áfallameðferð vegna hverskyns áfalla og skyndilegs álags. Ráðgjöf fyrir einstaklinga og hópa, áfallahjálp og viðrunarfundir s.s. fyrir fjölskyldur, vinnustaði eða aðra hópa. Meðferð vegna áfallastreituröskunar. 

Greiningarteymi barna og fullorðinna

Sinnir greiningum á ADHD hjá börnum og fullorðnum. Ráðleggingar um meðferð og hvað er hjálplegt fyrir þá sem lifa með ADHD og vilja efla færni sína í daglegu lífi. Ýmis námskeið til að efla lífsleikni og bjargráð eru haldin reglulega hjá teyminu. Sjá undir hópmeðferðir og námskeið hér á síðunni.

Einnig sinnir greiningarteymið einhverfu skimunum og þroska- og taugasálfræðimati. 

bottom of page