top of page

Norðurorka styrkir Norðurljósasjóð


Ljósmynd eftir Auðunn Níelsson

Heilsu- og sálfræðiþjónustan kynnir með stolti að Norðurljósasjóður á vegum stofunnar hlaut styrk frá Norðurorku.


Norðurljósasjóður er ætlaður börnum og ungmennum sem eru að takast á við sorg í kjölfar ástvinamissis eða langvinn veikindi hjá sér eða nákomnum ástvinum. Sjóðurinn greiðir fyrir viðtalsmeðferð og er ætlaður þeim sem hafa ekki tök á að standa undir kostnaði þjónustunnar og ekki fundið sig í opinberri þjónustu.


Sjóðurinn er ekki kominn í gagnið en styrkur Norðurorku veitir sjóðnum fræið sem þarf til að koma verkefninu af stað og vaxið og dafnað ásamt stofunni. Jafnframt er þetta leið Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar til að taka þátt í samfélagslegri ábyrgð gagnvart börnum og ungmennum.


Allir fagaðilar hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni munu koma til greina svo börnin geti valið fagaðila sem þeim líður vel hjá og treysta.


Kærar þakkir til Norðurorku fyrir styrkveitinguna.

Comments


bottom of page