top of page

Stuðningsfundir fyrir skóla- og heilbrigðisstarfsfólk


Heilsu og sálfræðiþjónustan býður fram ÓKEYPIS stuðningsfund fyrir heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk í skólum, vegna núverandi álags til varnar samúðarþreytu og neikvæðum áhrifum á heilsu. Við viljum leggja okkar að mörkum!


Framlínustarfsfólki í heilbrigðisþjónustu og í skólum á Akureyri er boðið að koma á stuðningsfund þar sem rætt verður um áhrif álags, hugtakið samúðarþreytu og viðvörunarmerkin. Unnið verður með sjálfsumhyggju og hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags á heilsu og líðan.


Fjöldi þátttakenda fer eftir gildandi sóttvarnarlögum og á meðan húsrúm leyfir.


Um er að ræða einn fund fyrir heilbrigðisstarfsmenn og einn fyrir starfsfólk skóla. Miðað er við að hver einstaklingur geti komið í eitt skipti.


Vinnum þetta saman!


Leiðbeinendur eru Sigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingur og Katrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.Comments


bottom of page