Þorleifur Kr. Níelsson
Félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og mannauðsráðgjafi
Þorleifur útskrifaðist sem félagsráðgjafi árið 2006 frá Háskóla Íslands og fékk þá einnig starfsleyfi í félagsráðgjöf. Árið 2012 lauk Þorleifur meistaragráðu í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands. Þorleifur lauk árið 2018 diplómagráðu í handleiðslufræðum frá Háskóla Íslands. Árið 2023 hóf Þorleifur meistaranám við Háskólann á Bifröst í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun.
Þorleifur hefur auk þessa klárað fjölda styttri námskeiða á sínum fagsviðum og ber þar helst að nefna SES skilnaðarráðgjafi með SES PRO starfsleyfi (Samvinna eftir skilnað) og sáttamiðlaraskóla Sáttar félags um sáttamiðlun. Sú reynsla hefur einnig nýst Þorleifi mjög vel í úrvinnslu erfiðara mála á vinnustöðum.
Þorleifur hefur fjölbreytta og viðamikla starfsreynslu að baki sem félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, handleiðari, sáttamiðlari og mannauðsráðgjafi. Þorleifur vann um árabil við félagsþjónustu og barnavernd í Árborg, Reykjavík og á Akureyri. Um sjö ára tímabil starfaði Þorleifur sem sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumannsembættum út um allt land. Hann hefur einnig starfað við mannauðsmál á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þorleifur stofnaði eigin viðtalsstofu árið 2012 þar sem hann bauð upp á fjölskyldu-, hjóna/para- og einstaklingsmeðferð ásamt handleiðslu, sáttamiðlun og mannauðsráðgjöf, auk þess að sinna ýmiskonar verktaka- og greiningarvinnu á sínum fagsviðum.
Þorleifur býður upp á fjölskyldumeðferð, hjóna- og parameðferðir, einstaklingsmeðferðir, mannauðsráðgjöf og vinnustaðaþjónustu.