top of page

Aníta Ósk Georgsdóttir

Sálfræðingur

Aníta Ósk Georgsdóttir útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019 og með MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2021. Í námi hlaut Aníta víðtæka klíníska þjálfun undir handleiðslu reyndra sálfræðinga í Sálfræðiráðgjöf háskólanema og á Reykjalundi. Áðurnefnd þjálfun byggði á gagnreyndum meðferðarúrræðum og öðlaðist Aníta víðtæka reynslu þaðan. Samhliða námi starfaði Aníta við vísindarannsóknir, flestar á sviði taugasálfræði. Eftir útskrift úr MSc námi í klínískri sálfræði hóf Aníta störf á Minnismóttöku Landspítalans þar sem hún sinnti taugasálfræðilegu mati.

Aníta er sálfræðingur sem sinnir fullorðnum og ungmennum í starfi sínu hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Hún notast við gagnreynd meðferðarúrræði, svo sem hugræna atferlismeðferð (HAM).

Aníta Ósk Georgsdóttir

Aníta sérhæfir sig í greiningum og meðferðarvinnu við:

Kvíða
Þunglyndi
Lágu sjálfsmati
Athyglisbrest og ofvirkni (ADHD)
Átröskunum

bottom of page