top of page
Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir
Yfirsálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna
Anna Sigga lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2004 og Cand. Psych. prófi frá sama skóla 2010. Hún lauk sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð við Háskóla Íslands 2019. Einnig hefur Anna Sigga lokið fyrsta stigi í EMDR áfallamiðaðri meðferð.
Anna Sigga hefur starfað um árabil á Kvíðameðferðarstöðinni, í Reykjavík. Hún hefur einnig starfað við Landspítalann, sinnir stundakennslu við HÍ og hefur starfað fyrir félagasamtök eins og Kraft og Alzheimersamtökin.
Anna Sigga sinnir sálfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur á staðnum og í fjarviðtölum.
Einnig tekur hún að sér fræðslu fyrir vinnustaði og hópa.

Sérhæfing
Anna Sigga sinnir meðferðum fullorðinna við:
Tilfinninga- og geðrænum vanda
Kvíðavanda eins og ofsakvíða, heilsukvíða og almennum kvíða
Þráhyggju- og árátturöskun
Lágu sjálfsmati
Streitu- og örmögnun
Aðlögun í langvarandi veikindum
Aðlögunarvanda að breyttum aðstæðum og sorg
Flóknum blönduðum og langvinnum vanda
Vanda þegar taugafræðileg frávik spila inn í, til að mynda einhverfa
Ráðgjöf fyrir aðstandendur fólks með heilabilun
Kvíða og depurð aldraðra
Anna Sigga sinnir einnig:
Hópmeðferðum við lágu sjálfsmati, streitu og fl.
Handleiðslu fagmanna, einstaklinga og fræðslu fyrir hópa
Ráðgjöf vegna samskiptavanda fullorðinna í fjölskyldum og á vinnustöðum
bottom of page