top of page

Auður Ýr Sigurðardóttir

Sálfræðingur

Athugið að Auður er í fæðingarorlofi og er ekki að taka nýja skjólstæðinga að svo stöddu.

Auður Ýr lauk BSc gráðu frá Háskóla Íslands 2016, MSc gráðu í taugasálfræði frá Maastricht University 2018 og útskrifaðist svo með MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2022.

Auður hefur reynslu af störfum inná geðsviði Landspítalans, hjá Reykjavíkurborg með fullorðnum einstaklingum með fjölbreyttan geðvanda auk þess sem hún hefur starfað við klínískar rannsóknir hjá Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna. Í starfsnámi fékk hún klíníska reynslu á Grensás, geðhvarfateymi Landspítalans og Hæfi endurhæfingarstöð þar sem hún hlaut handleiðslu reyndra sálfræðinga. Auður vann þar með fólki sem var að glíma við þunglyndi, kvíða, samskiptavanda og lágt sjálfsmat auk þess sem hún sinnti taugasálfræðilegu mati hjá einstaklingum eftir höfuðhögg og aðra höfuðáverka. Frá útskrift hefur Auður starfað sem sálfræðingur við minnismótttöku Landakots.

Auður Ýr Sigurðardóttir

Auður sérhæfir sig í greiningar og meðferðarvinnu við:

- Kvíða
- Þunglyndi
- Lágu sjálfsmati
- Samskiptavanda
- Áfallastreitu
- ADHD

Í meðferðarvinnu notast hún við gagnreyndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og sækir reglulega handleiðslu hjá reyndum sálfræðingum.

bottom of page