top of page

Elín Karlsdóttir

Sálfræðingur og leikskólakennari

Elín lauk B.A prófi í sálfræði og uppeldis og menntunarfræði árið 2005 frá Háskóla Íslands og Cand.psych prófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2011, með áherslu á klíníska sálfræði barna og félagssálfræði. Hún útskrifaðist sem kennari árið 2016. Hefur réttindi til að halda námskeiðin Klókir krakkar, Klókir litlir krakkar og Uppeldi sem virkar - Færni til framtíðar.

Elín er með 10 ára reynslu sem leiðbeinandi, kennari og deildarstjóri í leikskóla. Síðastliðin tvö ár hefur hún starfað í geðheilsuteymi barna hjá SAk og HSN.

Elín hefur reynslu í að vinna með einstaklinga með þroskaraskanir og taugaþroskaraskanir (ADHD og einhverfu) bæði börn og fullorðna.

„Elín nær frábærlega til barna. Hún hjálpaði okkur að laga svefnvenjur barnsins okkar og studdi okkur alla leið í því ferli.“

Ónafngreindur skjólstæðingur

Elín Karlsdóttir

Elín sérhæfir sig í:

- Greiningu og meðferð geðraskana hjá börnum og ungmennum
- Greining þroska-/greind hjá börnum og ungmennum.
- Meðferð barna, ungmenna og fullorðinna með taugaþroskaraskanir
- Hegðunarvanda
- Ráðgjöf og stuðningi við foreldra m.a. þegar kemur að streitu í foreldrahlutverkinu og samskiptum foreldra og barna.

Elín sinni einnig
- Greiningu og meðferð fullorðinna





bottom of page