Elísabet Ýrr Steinarsdóttir

Fjölskyldufræðingur

Elísabet lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2019 og framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum með sérhæfingu í geðheilbrigðisfræðum árið 2020.
Vorið 2022 lauk hún viðbótarnámi á meistarastigi í fjölskyldumeðferð við Endurmenntun HÍ.

Elísabet hefur margra ára reynslu af vinnu með börnum og unglingum sem glíma við ýmis vandamál. Hún hefur mikla reynslu af fósturkerfinu á Íslandi og er sjálf fósturforeldri. Elísabet hefur sérhæft sig í samskiptum foreldra og barna með áherslu á tengslamyndun. Hún tekur á móti fjölskyldum, pörum og einstaklingum.

„Elísabet tók vel á móti okkur og kortlagði með okkur samskiptamynstur í fjölskyldunni og við höfum með hennar leiðsögn náð að breyta því sem þurfti og við finnum hvað það skiptir máli að tala saman.“

Ónafngreindir skjólstæðingar

Elísabet Ýrr Steinarsdóttir

Sérhæfing

Einstaklings, para- og fjölskyldumeðferð

Elísabet sinnir verkefnum tengdum:

Þunglyndi, kvíða og streitu
Tengslavanda í fjölskyldum
Samskiptavanda
Geðheilbrigði foreldra á og eftir meðgöngu
Meðvirkni
Ofbeldi í fjölskyldum
Trúnaðarbresti í parasamböndum
Fræðslu og ráðgjöf

Skjólstæðingum er vísað áfram á aðra fagaðila eftir þörfum, t.a.m. sálfræðinga og lækna.

Elísabet er í eftirfarandi teymum:

Barna- og fjölskylduteymi
Streituteymi og langvinn veikindi
Heilsuteymi