top of page

Elísabet Ýrr Steinarsdóttir

Fjölskyldufræðingur

Elísabet lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2019 og framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum með sérhæfingu í geðheilbrigðisfræðum árið 2020.
Vorið 2022 lauk hún viðbótarnámi á meistarastigi í fjölskyldumeðferð við Endurmenntun HÍ.
Einnig hefur hún starfsleyfi sem SES- skilnaðarráðgjafi.

Elísabet sérhæfir sig í samskiptum foreldra og barna með áherslu á tengslamyndun og tengslavanda. Hún hefur einnig góða reynslu af því að hjálpa pörum og fjölskyldum að bæta samskipti og kortleggja óhjálpleg mynstur. Hún tekur á móti fjölskyldum, pörum og einstaklingum.

„Elísabet tók vel á móti okkur og kortlagði með okkur samskiptamynstur í fjölskyldunni og við höfum með hennar leiðsögn náð að breyta því sem þurfti og við finnum hvað það skiptir máli að tala saman.“
- Ónafngreindur skjólstæðingur

„Ég er nýorðin mamma og fór mikið að hugsa um æskuna mína og líðan þegar dóttir mín kom í heiminn og langaði að leita leiða til að verða besta útgáfan að sjálfri mér fyrir hana og mig - ég vissi að ég þyrfti að vinna úr þessum áföllum, meðvirkni og vandamálum í lífinu mínu. Strax frá fyrsta tíma hjá Elísabetu Ýrr fór mér að líða betur og fékk verkfæri í hendurnar sem hafa nýst mér vel. Hún einblínir mikið á að ég geri mér grein fyrir mínum eigin hugsunum og vinnum svo með þær, einnig setur hún mikinn fókus á sambandið mitt og tengslamyndun við dóttur mína sem mér þykir svo dýrmætt. Hún er alveg frábær og gæti ekki mælt meira með henni sem ung mamma."
- Ónafngreindur skjólstæðingur

Elísabet Ýrr Steinarsdóttir

Elísabet sérhæfir sig í:

- Einstaklings, para- og fjölskyldumeðferð

Elísabet sinnir verkefnum tengdum:

- Þunglyndi, kvíða og streitu
- Tengslavanda í fjölskyldum
- Samskiptavanda
- Geðheilbrigði foreldra á og eftir meðgöngu
- Meðvirkni
- Ofbeldi í fjölskyldum
- Trúnaðarbresti í parasamböndum
- Skilnaðarráðgjöf
- Fræðslu og ráðgjöf

Skjólstæðingum er vísað áfram á aðra fagaðila eftir þörfum, t.a.m. sálfræðinga og lækna.

bottom of page