top of page

Elsa Heimisdóttir

Ráðgjafi í mannauðsmálum

Elsa er menntaður grunnskólakennari með B.Ed. gráðu frá KHÍ frá árinu 1998, auk þess sem hún lauk námi frá Háskóla Íslands í náms- og starfsráðgjöf árið 2000 og M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun frá árinu 2009.

Elsa hefur hún unnið í mannauðsmálum hjá ólíkum fyrirtækjum með fjölbreyttan starfsmannahóp frá árinu 2000 og setið í framkvæmdastjórn félaganna sem hún hefur starfið hjá. Hún hefur stýrt mannauðsmálum hjá Domino's Pizza, IKEA, hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail og Félagsstofnun stúdenta sem rekur Stúdentagarða, Hámu, Stúdentakjallarann, leikskóla og Bóksölu stúdenta. Síðustu ár starfaði Elsa sem mannauðsstjóri og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar, með yfirumsjón með mannauðs-, markaðs-, gæða- og rekstrarmálum hjá Lagardère Travel Retail. Elsa hefur auk þess unnið að fjölbreyttum vinnustaðatengdum verkefnum fyrir Heilsu- og sálfræðiþjónustuna frá stofnun hennar og þar á undan hjá annarri stofu á Akureyri. Þessi verkefni hafa m.a. snúið að handleiðslu til stjórnenda, hópefli innan fyrirtækja, námskeiðum tengdum forvörnum gegn einelti, EKKO mati og úttektum á vinnustaðamenningu innan fyrirtækja.

Elsa Heimisdóttir

Sérhæfing:

Mannauðsráðgjöf
Greining á stöðu mannauðsmála
Aðstoð við ferlagerð og stefnumótun
Stuðningur í viðkvæmum málum á vinnustað
Stjórnendaráðgjöf
Þjálfun og handleiðsla stjórnenda
Fræðslumál, s.s. rýnihópar meðal starfsmanna til að meta fræðsluþörf

bottom of page