top of page
Gunnar Logi Gylfason
Sálfræðingur
Gunnar lauk BA gráðu frá Háskólanum á Akureyri árið 2021 og cand. psych gráðu frá Syddansk Universitet í Danmörku árið 2024. Í námi varði Gunnar tæpu ári í verknám þar sem hann vann með börnum og foreldrum þeirra. Þar öðlaðist hann klíníska reynslu undir handleiðslu reynds sálfræðings.
Frá útskrift hefur Gunnar unnið á göngudeild geðdeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem hann sinnir greiningu og meðferð á fjölþættum geðrænum vanda fullorðinna.
Hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni sinnir Gunnar greiningu og meðferð á sálrænum vanda fyrir ungmenni og fullorðna. Í vinnu sinni notast Gunnar við hugræna atferlismeðferð (HAM) og styðjandi samtalsmeðferð.

Kvíði, þunglyndi & lágt sjálfsmat
bottom of page