top of page

Harpa Gunnlaugsdóttir

Iðjuþjálfi og ráðgjafi

Harpa útskrifaðist með B.Sc. gráðu í iðjuþjálfafræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2002. Hún hefur tekið fjöldan allan að námskeiðum tengdri sinni vinnu í endurhæfingu, allt frá þjálfun í athöfnum daglegs lífs til hugrænnar atferlisþjálfunar.

Harpa er með 19 ára fjölbreytta reynslu af vinnu sem iðjuþjálfi á endurhæfingardeild SAk á Kristnesi. Þar hefur hún starfað með skjólstæðingum sem glíma við langvinn veikindi af ýmsum toga.

„Harpa vann með mér í að koma mér upp betri rútínu. Eftir veikindi mín var erfitt að fara aftur af stað í búðina og að fara með börnin á leikskólann og fleira daglegt. Það var frábært að geta hitt hana eftir að hafa lokið annarri endurhæfingu og fylgt eftir því sem ég var að vinna með þar.“

Ónafngreindur skjólstæðingur

Harpa Gunnlaugsdóttir

Sérhæfing
Harpa býður upp á:

Aðstoð við að öðlast bætt lífsgæði
Aðstoða við að ná jafnvægi í daglegu lífi í kjölfar veikinda eða slysa
Aðstoð við markmiðasetningu í kjölfar veikinda eða slysa
Aðstoða við virkni og rútínu í daglegu lífi

Harpa veitir einnig:

Fræðslu og aðlögun í langvarandi veikindum, til dæmis með ACT aðferðinni (Acceptance and commitment therapy)
Fræðslu og ráðgjöf með öðrum fagaðilum Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Harpa er í eftirfarandi teymum:

Langvarandi veikindi og streituteymi
ADHD teymi

bottom of page