Inga Dagný Eydal

Hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi

Inga Dagný útskrifaðist með B.Sc. gráðu frá Háskólanum á Akureyri árið 1996 og hefur víðtæka starfsreynslu á sviði hjúkrunar.

Hún lauk einnig diplómagráðu í menntunarfræðum 2012 og vann m.a. sem stundakennari við fullorðinsfræðslu hjá Símey um árabil.

Inga Dagný er höfundur bókarinnar Konan sem datt upp stigann, – saga af kulnun sem kom út hjá Forlaginu JPV árið 2020. Í bókinni fjallar Inga um eigin reynslu af kulnun og örmögnun.

Hefur lokið þjálfun sem leiðbeinandi í núvitund frá School of Positive transformation í Colorado.
Áhugasvið í meðferð: Núvitund og ACT (Acceptance and Committment
Therapy) eða Sáttar og Atferlismeðferð.

„Ég hef verið hjá Ingu í ráðgjöf. Ég hef tileinkað mér margt sem hún lagði til í mínu daglega lífi og er í engum vafa um að hennar ráð hafa hjálpað mér mikið og munu gera það um ókomna tíð!!

Ónafngreindur skjólstæðingur

Inga Dagný Eydal

Sérhæfing
Inga Dagný sinnir verkefnum tengdum:

Forvörnum
Heilsuráðgjöf
Streitumóttöku
Fræðslu um streitu og örmögnun
Bjargráðum við streitu, s.s. núvitund, hvíld og hreyfingu

Inga Dagný veitir einnig:

Sálrænan stuðning og ráðgjöf við áföllum og sorg.
Stuðning við að byggja upp sterkari og jákvæðari sjálfsmynd.
Skjólstæðingum er vísað áfram á aðra fagaðila eftir þörfum, t.a.m. sálfræðinga og lækna.

Inga er í eftirfarandi teymum:

Langvarandi veikindi og streituteymi