top of page

Ingibjörg Ragna Malmquist

Sálfræðingur

Sendið fyrirspurnir um bókanir á mottaka@heilsaogsal.is

Ingibjörg Ragna útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og diplómu í sérkennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2018.

Árið 2021 lauk Ingibjörg masters námi í klínískri sálfræði. Í námi öðlaðist Ingibjörg klíníska reynslu undir handleiðslu Erlu Björnsdóttir á Betri Svefni. Í kjölfarið starfaði hún samhliða námi sem svefnráðgjafi og seinna meir sálfræðingur hjá Betri Svefni. Þar hélt hún m.a. námskeið, fyrirlestra og var með svefnráðgjöf fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Einnig öðlaðist Ingibjörg klíníska reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga á Sálfstofunni og fékk þar að kynnast meðferð og greiningu barna og ungmenna. Ingibjörg starfaði sem barna og ungmenna sálfræðingur á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá upphafi árs 2022. Þar veitti hún börnum meðferð vegna hegðunar- og tilfinningavanda og foreldrum þeirra ráðgjöf.

Ingibjörg hóf störf hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni vorið 2023 og býður börnum, foreldrum og einstaklingum greiningar og viðtalsmeðferðir.

Ingibjörg starfar í staðar- og fjarþjónustu.

Ingibjörg Ragna Malmquist

Ingibjörg sinnir greiningum og meðferð barna og ungmenna við:

Kvíða
OCD
Lágu sjálfsmati
Svefnvanda
Hegðunarvanda
Tilfinningavanda

Ingibjörg sinnir greiningu og meðferð fullorðinna við:

Kvíða
OCD
Svefnvanda
ADHD

bottom of page