Ingibjörg Ragna Malmquist
Sálfræðingur
Ingibjörg Ragna útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og diplómu í sérkennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2018.
Árið 2021 lauk Ingibjörg masters námi í klínískri sálfræði. Í námi öðlaðist Ingibjörg klíníska reynslu undir handleiðslu Erlu Björnsdóttir á Betri Svefni. Í kjölfarið starfaði hún samhliða námi sem svefnráðgjafi og seinna meir sálfræðingur hjá Betri Svefni. Þar hélt hún m.a. námskeið, fyrirlestra og var með svefnráðgjöf fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Einnig öðlaðist Ingibjörg klíníska reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga á Sálfstofunni og fékk þar að kynnast meðferð og greiningu barna og ungmenna.
Ingibjörg hefur starfað sem barna og ungmenna sálfræðingur á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá upphafi árs 2022. Þar veitir hún börnum meðferð vegna hegðunar- og tilfinningavanda og foreldrum þeirra ráðgjöf.
Ingibjörg sinnir einungis fjarviðtölum að svo stöddu.
