top of page

Júlía Margrét Rúnarsdóttir

Félagsráðgjafi

Júlía Margrét lauk MA námi í félagsráðgjöf til starfsréttinda árið 2017. Júlía hóf störf hjá Janusi endurhæfingu fljótlega eftir útskrift og vann þar með ungu fólki og veitti þeim stuðning við að ná betri líðan og auka virkni með það markmið að fara í nám eða starf. Þar sá hún einnig um fræðslu til hópa. Undanfarin þrjú ár hefur Júlía unnið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þar sem hún hefur haldið utan um verkefnið Stattu með sjálfri þér - virkni til farsældar, tveggja ára verkefni ætlað konum sem búa við örorku og eru með börn á framfæri. Auk þess hefur Júlía að mestu sinnt störfum sem snúa að fólki í gegnum í tíðina, bæði á öldrunaheimilum og sem stuðningsaðili einstaklings með fötlun.

Önnur menntun og námskeið Júlía lauk diplóma gráðu í kynfræði (sexology) við Háskóla Íslands árið 2017. Auk þess hefur hún sótt ýmis námskeið á þeim tíma sem hún hefur starfað sem félagsráðgjafi. Þar má nefna Stjúpfjölskyldur fyrir fagfólk, Verndarar barna á vegum Barnaheill, Lífsfærniskólann, námskeið í áhugahvetjandi samtali og núvitund barna. Einnig hefur hún setið ýmsa fyrirlestra/námskeið um áföll og afleiðingar þeirra, um virðingarríkar aðferðir í uppeldi og hvað getur legið að baki hegðunar hjá börnum.
Júlía hefur kynnt sér hvernig hugur og líkami vinnur saman og árið 2022 lauk hún námi erlendis í þeim efnum. Þar lærði hún til að mynda um tengingu hugar og líkama, taugavísindi, hvernig hægt er að breyta vana og um aðferðir jákvæðrar sálfræði. Einnig lærði hún um streitu og hvernig streita í nútímasamfélagi getur haft áhrif á líkamlega og andlega líðan.

Júlía býður upp á staðar- og fjarviðtöl.

Júlía Margrét Rúnarsdóttir

bottom of page