top of page

Katrín Ösp Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur & verkefnastjóri

Katrín Ösp er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í starfstengdum áföllum og örmögnun (samúðarþreytu). Hún hefur mikla reynslu af ráðgjöf og stuðningi til einstaklinga, para og fjölskyldna meðal annars vegna áfalla, sorgarúrvinnslu og langvarandi veikinda.

Menntun:
Katrín útskrifaðist með BSc. í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2012 auk þess að hafa lokið 86 ECTS einingum í sálfræði og er að ljúka meistaranámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á geðheilbrigðisfræði. Hún tók þátt í innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á SAk og lauk námskeiði í fjölskylduhjúkrun, Family Nursing Externship workshop, október 2018.
Árið 2022 hlaut Katrín hvatningarstyrk Félags Íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Fög á meistarastigi:
Megindlegar rannsóknir, 10 ECTS.
Eigindlegar rannsóknir, 10 ECTS.
Geðheilbrigði.10 ECTS.
Heilbrigði og heilbrigðisþjónusta: Staða, stefnur og straumar. 10 ECTS.
Áföll og ofbeldi 10 ECTS.
Krabbamein og líknarmeðferð 10 ECTS.

Námskeið sem hún hefur lokið:
Human Sexuality, Háskólinn á Akureyri
Handleiðsla 10 x 60 mín hjá viðurkenndum handleiðara
Family Nursing Externship Workshop, Háskólinn á Akureyri
Konur til áhrifa, námskeið fyrir konur í stjórnunarstörfum, Símenntun HA
Tjáskiptanámskeið; Að færa ,,slæmar” fréttir, á vegum EC4H og Krabbameinsfélagins
Sérhæfð endurlífgun / Immediate Life Support (ILS) Provider

Katrín fékk starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur árið 2012.

„Katrín hefur reynst allri fjölskyldunni vel eftir að einn úr fjölskyldunni greindist með alvarlegan sjúkdóm. Það ættu allir að leita sér ráðgjafar í slíkum sporum, því að svona vegferð er ekki farin á hnefunum!“

Ónafngreindur skjólstæðingur

Katrín Ösp Jónsdóttir

Veitir eftirfarandi þjónustu:
- Ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur
- Fræðslu og námskeið
- Tíma í slökun

bottom of page