Katrín Ösp Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur & verkefnastjóri

Katrín útskrifaðist með B.Sc. í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Hún hefur einnig lokið 86 ECTS einingum í sálfræði og tekið áfanga á meistarastigi um krabbamein og líknarmeðferð.

Katrín lauk námskeiðinu Family Nursing Externship workshop í fjölskylduhjúkrun árið 2018, Áföll og ofbeldi árið 2020 og Human Sexuality árið 2020.

Katrín hefur unnið við öldrunarhjúkrun og gjörgæsluhjúkrun en lengst af við krabbameinshjúkrun. Hún starfaði sem verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis árin 2016 til 2021. Hún tók þátt í innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á SAk.

„Katrín hefur reynst allri fjölskyldunni vel eftir að einn úr fjölskyldunni greindist með alvarlegan sjúkdóm. Það ættu allir að leita sér ráðgjafar í slíkum sporum, því að svona vegferð er ekki farin á hnefunum!“

Ónafngreindur skjólstæðingur

Katrín Ösp Jónsdóttir

Sérhæfing

Katrín Ösp veitir:

Sálrænan stuðning og ráðgjöf til barna og fullorðinna
Sálrænan stuðning og ráðgjöf til para og fjölskyldna, m.a. vegna;
Áfalla, samúðarþreytu, sorgarúrvinnslu og langvarandi veikinda

Katrín sinnir fræðslu, hópastarfi og fyrirlestrum, m.a. í tengslum við langvarandi veikindi.

Katrín býður einnig upp á tíma í slökun.

Skjólstæðingum er vísað áfram á aðra fagaðila eftir þörfum, t.a.m. sálfræðinga og lækna.

Katrín er í eftirfarandi teymum:

ADHD teymi
Langvarandi veikindi og streituteymi
Áfallateymi
Barna- og fjölskylduteymi