Sigrún Vilborg Heimisdóttir
Sálfræðingur og framkvæmdastjóri
Sigrún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2007 og Cand. Psych. prófi frá Háskóla Íslands árið 2009, með áherslu á klíníska sálfræði fullorðinna og barna. Sigrún hlaut sérfræðiviðurkenningu sem klínískur sálfræðingur árið 2017.
Sigrún hefur víðtæka reynslu sem sálfræðingur og starfaði um árabil á Sjúkrahúsinu á Akureyri; á geðdeild, í áfallateymi og á endurhæfingardeild Kristnesi. Hún var yfirsálfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri um tíma. Sigrún hefur starfað á stofu síðan 2009 og var annar stofnanda og eiganda Sálfræðiþjónustu Norðurlands í rúman áratug.
Sigrún stofnaði Heilsu- og sálfræðiþjónustuna árið 2021.
„Sigrún hefur hlýja og góða nærveru og er einstaklega góð í sínu fagi. Hún hefur stutt mig í gegnum erfiðleika í tengslum við missi og hjálpað mér að byggja á fyrri sögu en jafnframt að horfa björtum augum fram á við. Ég á henni mikið að þakka!“
Ónafngreindur skjólstæðingur