top of page

Sigrún Vilborg Heimisdóttir

Sálfræðingur og framkvæmdastjóri

Sigrún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2007 og Cand. Psych. prófi frá Háskóla Íslands árið 2009, með áherslu á klíníska sálfræði fullorðinna og barna. Sigrún hlaut sérfræðiviðurkenningu sem klínískur sálfræðingur árið 2017.

Sigrún hefur víðtæka reynslu sem sálfræðingur og hefur starfað um árabil á Sjúkrahúsinu á Akureyri; á geðdeild, í áfallateymi og á endurhæfingardeild Kristnesi. Hún var yfirsálfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri um tíma. Sigrún hefur starfað á stofu síðan 2009 og var annar stofnanda og eiganda Sálfræðiþjónustu Norðurlands í rúman áratug.

Sigrún stofnaði Heilsu- og sálfræðiþjónustuna árið 2021.

Auk þess að starfa hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni sinnir Sigrún meðferð fólks með langvinn veikindi, taugasálfræðilegum greiningum, ökumatsteymi og verkjateymi á Kristnesi. Sigrún flytur einnig fyrirlestra tengda heilsu og andlegri líðan auk fræðslu.

„Sigrún hefur hlýja og góða nærveru og er einstaklega góð í sínu fagi. Hún hefur stutt mig í gegnum erfiðleika í tengslum við missi og hjálpað mér að byggja á fyrri sögu en jafnframt að horfa björtum augum fram á við. Ég á henni mikið að þakka!“

Ónafngreindur skjólstæðingur

Sigrún Vilborg Heimisdóttir

Sérhæfing

Sigrún sinnir meðferðum fullorðinna við:

Tilfinninga- og geðrænum vanda
Áfallastreitu
Lágu sjálfsmati
Streitu- og örmögnun
Aðlögun í langvarandi veikindum, s.s. verkjavanda, í kjölfar heilaáfalla o.fl.

Sigrún sinnir einnig:

Áfallahjálp/stuðningi til einstaklinga og hópa vegna áfalla, s.s. eineltis á vinnustöðum
Handleiðslu fagmanna, einstaklinga og fyrir hópa

Greiningar & mat:

Taugasálfræðilegt mat
Þroskamat fullorðinna
ADHD greiningar
Almennt mat á vanda

Sigrún er í eftirfarandi teymum:

Langvarandi veikindi og streituteymi
Áfallateymi
ADHD-teymi

bottom of page