Birgitta Níelsdóttir
Ljósmóðir
Birgitta útskrifaðist með BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1998. Hún
lauk námi með BS próf og Magister gráðu sem ljósmóðir, frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð
árið 2008. Lokaverkefni hennar var rannsókn um kvíða og ótta við fæðingar. Birgitta hefur
starfað sem hjúkrunarfræðingur á öldrunarheimli, lyfjadeild og kvennadeild SAk um árabil.
Einnig hefur hún starfað á fæðingardeild í Malmö í Svíþjóð. Frá 2008 hefur hún starfað á
fæðingardeild SAk og starfar þar enn og sinnir konum á meðgöngu, í fæðingum og
sængurlegu.
Birgitta býður uppá ráðgjöf tengt úrvinnslu á fæðingarupplifun og brjóstagjöf, fyrir mæður
og maka. Einnig ráðgjöf vegna kvíða fyrir fæðingu og umönun nýbura. Í samvinnu við aðra
fagaðila stofunnar veitir Birgitta sérfræðiálit og ráðgjöf eftir þörfum.
Skjólstæðingum er vísað áfram á aðra fagaðila eftir þörfum, t.a.m. sálfræðinga og lækna.
